Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023. Helstu lykiltölur reikningsins eru:
Lykiltölur rekstar | 9M 2023 | 9M 2020 |
Tekjur | 8.682 | 8.134 |
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna | -2.529 | -2.428 |
Stjórnunarkostnaður | -487 | -467 |
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu | 5.666 | 5.239 |
Matsbreyting fjárfestingareigna | 5.114 | -787 |
Rekstrarhagnaður | 10.780 | 4.452 |
Hrein fjármagnsgjöld | -4.826 | -4.593 |
Heildarhagnaður/heildartap | 4.615 | -335 |
Hagnaður/tap á hlut | 5,9 kr. | -0,5 kr. |
NOI hlutfall | 58,5% | 56,8% |
Stjórnunarkostnaðarhlutfall | 5,0% | 5,1% |
Lykiltölur efnahags | 30.9.2021 | 31.12.2020 |
Fjárfestingareignir | 159.292 | 152.606 |
Handbært og bundið fé | 4.688 | 2.088 |
Heildareignir | 166.095 | 156.491 |
Eigið fé | 56.665 | 52.828 |
Vaxtaberandi skuldir | 89.359 | 84.878 |
Eiginfjárhlutfall | 34,1% | 33,8% |
Skuldsetningarhlutfall | 58,1% | 57,6% |
Lykiltölur um fasteignasafn | 9M 2023 | 9M 2020 |
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið) | 95,1% | 94,7% |
Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram. Hlutföll í rekstrarreikningi eru reiknuð sem hlutfall heildartekna.
Guðjón Auðunsson, forstjóri:
„Uppgjör Reita fyrir fyrstu níu mánuði ársins liggur fyrir. Eins og tilkynning félagsins til kauphallar frá 27. október sl. bar með sér, þá er reksturinn umfram áætlanir þess og fyrirliggjandi spár greiningaraðila yfir tímabilið.
Megin skýringin á betri afkomu á fjórðungnum en áætlað var er sterkur ferðamannastraumur á síðari hluta sumarsins sem skilaði meiri tekjum en félagið hafði gert ráð fyrir. Að öðru leiti er afkoma Reita í takti við áætlanir, reksturinn er stöðugur og efnahagur félagsins mjög sterkur. Áhrifa covid faraldursins gætir sífellt minna í rekstri félagsins. Verslun innanlands er mjög sterk, nýting eignasafnsins góð og fjárflæði gott.
Um miðjan október sl. tilkynntu Reitir um samkomulag við Íslenskar fasteignir ehf. um sölu á byggingarheimildum og tengdum eignum á svokölluðum Orkureit fyrir 3.830 m.kr. Áætlaður söluhagnaður þessara viðskipta er um 1.300 m.kr. Það er einkar ánægjulegt að þessum áfanga sé náð. Athyglin mun nú beinast að öðrum þróunarreitum félagsins til verðmætasköpunar fyrir hluthafa, en Orkureiturinn var einungis hluti þeirra fasteignaþróunarverkefna sem félagið heldur á.“
Horfur ársins 2023
Félagið gerir ráð fyrir að tekjur ársins 2023 muni nema 11.825 – 11.875 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu nemi 7.725 – 7.775 m.kr.
Fjárhagsdagatal
Ársuppgjör 2023 14. febrúar 2023
Aðalfundur 2023 11. mars 2023
Nánari upplýsingar og kynningarfundur
Reitir bjóða markaðsaðilum og fjárfestum á rafrænan kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 þriðjudaginn 16. ágúst n.k.
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, eftir skráningu fá þátttakendur staðfestingarpóst með nánari upplýsingum. Hægt verður að bera upp spurningar á fundinum með skriflegum hætti.
Skráning á kynningarfundinn: https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_xdVOFQYbS0yvzg_LyNjj7g
Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, reitir.is/fjarfestar.
Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.
Um Reiti
Reitir fasteignafélag hf. er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 140 talsins, um 450 þúsund fermetrar að stærð.
Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum.
Viðhengi